Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 05. mars 2021 14:00
Elvar Geir Magnússon
Lindelöf spilar í gegnum bakmeiðsli
Victor Lindelöf.
Victor Lindelöf.
Mynd: Getty Images
Ástæðan fyrir því að sænski miðvörðurinn Victor Lindelöf hefur þurft hvíld af og til á leiktíðinni er sú að hann hefur verið að gegnum bakmeiðsli.

Af og til hefur því Eric Bailly eða Axel Tuanzebe fyllt í skarðið við hlið Harry Maguire í vörn Manchester United.

„Það hafa verið vandamál með bakið á mér síðustu mánuði," segir Lindelöf í viðtali við heimasíðu United.

„Ég hef misst af nokkrum leikjum og ég er að reyna að stýra álaginu. Ég reyni að gera þetta á réttan hátt og stýra endurheimtinni á réttan hátt."

Lindelöf segist tilbúinn að spila í gegnum sársauka svo lengi sem það hjálpi United að ná úrslitum. Hann hefur alls spilað 30 leiki á tímabili.

„Ég finn sársauka eða óþægindi nokkra daga á eftir, það er ekkert vandamál ef liðið er að vinna. Ég vil bara hjálpa liðinu," segir Lindelöf.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner