sun 05. mars 2023 20:12
Brynjar Ingi Erluson
Klopp: Ég er orðlaus
Jürgen Klopp
Jürgen Klopp
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp. stjóri Liverpool, var orðlaus eftir 7-0 sigurinn á Manchester United á Anfield en hann segir að liðið hafi náð að senda hinum liðinum ágætis skilaboð.

Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik tókst Cody Gakpo að koma Liverpool í forystu á 43. mínútu. Liverpool gekk síðan á lagið í þeim síðari og skoraði sex mörk gegn niðurbrotnu liði United.

Þetta er stærsta tap United í 92 ár en Klopp var orðlaus yfir frammistöðu sinna manna.

„Ég er orðlaus. Stórkostlegur fótboltaleikur, gjörsamlega framúrskarandi. Við spiluðum frábæran fótbolta gegn liði sem er í góðu formi.“

„Við byrjuðum síðari hálfleikinn mjög vel og endirinn var frekar góður líka. Svona er fótboltinn, þetta getur gerst.“

„Þetta var það sem okkur vantaði. Þetta beinir okkur í rétta átt og það þurfa allir að vera meðvitaðir um að við erum hér. Það var ekki þannig í einhvern tíma en í kvöld sýndum við öllum hvernig við getum spilað og hvernig við þurfum að vera.“


Mohamed Salah er nú markahæsti leikmaður Liverpool í ensku úrvalsdeildinni frá því hún var sett á laggirnar árið 1992 en hann er nú með 129 mörk í deildinni.

„129 mörk er geðveiki. Þetta eru ótrúlegar tölur. Hann er sérstakur leikmaður og við kunnum rosalega að meta hann núna, en í framtíðinni mun fólk horfa til baka og segja: „Vá, við urðum vitni að einhverju sérstöku“,“ sagði Klopp.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner