Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 05. mars 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Tómas Óli til AGF (Staðfest)
Tómas Óli Kristjánsson er mættur til AGF
Tómas Óli Kristjánsson er mættur til AGF
Mynd: AGF
Danska félagið AGF hefur staðfest kaup á Tómasi Óla Kristjánssyni frá Stjörnunni en hann skrifaði í gær undir þriggja ára samning við félagið.

Tómas er 16 ára gamall sóknarsinnaður leikmaður sem á átta landsleiki að baki fyrir yngri landslið Íslands.

Hann mun formlega ganga í raðir AGF í sumar og spila þá með U17 ára liði félagsins.

AGF hafði fylgst vel með Tómasi og hafði hann æft mörgum sinnum með liðinu síðustu tvö ár áður en það var tekin ákvörðun um að fá hann frá Stjörnunni.

„Tómas eða „Tommi“ eins og hann er kallaður er teknískur og sterkur leikmaður sem er mjög góður í einn og einn stöðum í sóknarleiknum. Hann er einnig með góðan hraða og sparkviss. Mörg félög hafa fylgst með honum og æfði hann einnig með Benfica og Real Sociedad, en ákvað að velja okkur sem framtíðarfélag og hlakkar okkur mikið til að hjálpa honum að þróa hæfileika sína hér,“ sagði Jesper Orskov, stjórnandi hjá AGF, sem hefur yfirumsjón með ungum og efnilegum leikmönnum.

Tómas mun formlega ganga í raðir AGF í sumar þar sem hann mun stunda nám við AGF Viby-skólann og síðar mun hann síðan flytja inn í nýja akademíu félagsins við Fredensvang.


Athugasemdir
banner
banner
banner