De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   mið 05. mars 2025 10:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Í þriggja leikja bann fyrir að skalla leikmann ÍR
Í leik með Vestra á síðasta tímabili.
Í leik með Vestra á síðasta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ibrahima Balde, leikmaður Þórs, hefur verið úrskurðaður í þriggja leikja bann í Lengjubikarnum en þetta kemur fram í úrskurði aga- og úrskurðarnefndar sem birtur var í gær.

Balde fékk rautt spjald í seinni hálfleik þegar Þór tók á móti ÍR í Lengjubikarnum á laugardag.

Rauða spjaldið fékk hann fyrir ofsalega framkomu, en Balde skallaði leikmann ÍR, Óðinn Bjarkason.

Þeir höfðu verið að kítast í aðdragandanum, fóru enni í enni og svo skallaði Balde Óðinn í andlitið.

Balde er 29 ára miðjumaður sem kom til Þórs frá Vestra eftir síðasta tímabil. Hann verður í leikbanni þegar Þór tekur á móti FH um næstu helgi. Bannið gildir einungis í Lengjubikarnum.
Lengjubikar karla - A-deild, riðill 3
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner
banner