Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 05. apríl 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ronaldo nálægt því að verða sá fyrsti í milljarð dollara
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo, er þrátt fyrir mikla launalækkun fyrir skemmstu, að nálgast það að verða fyrsti knattspyrnumaðurinn sem nær að þéna milljarð Bandaríkja dollara.

Ronaldo samþykkti á dögunum, ásamt öðrum leikmönnum Juventus að taka á sig 33% launalækkun og verður hann því af ríflega 4 milljónum dollara í laun á þessu ári.

Samkvæmt Forbes fékk Ronaldo 109 milljón dollara í tekjur á síðasta ári, þar af voru 65 milljónir vegna launa og bónusgreiðslna en annað kom frá styrktaraðilum og eigin vörumerkjum. Einungis Lionel Messi fékk meira borgað frá sínu félagi en Ronaldo fékk.

Ronaldo er nálægt því að verða fyrsti fótboltamaður sögunnar til að þéna einn milljarð dollara en tveir íþróttamenn hafa náð því áður. Golfarinn Tiger Woods náði því árið 2009 og hnefaleikamaðurinn Floyd Mayweather náði því 2017.

Eins og allt stefnir í mun Ronaldo fá ríflega 90 milljónir dala á þessu ári og þá verður hann búinn að koma heildartekjum sínum á ferlinum yfir milljarðinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner