Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mán 05. apríl 2021 15:41
Ívan Guðjón Baldursson
Danmörk: Patrik hélt hreinu og Stefán Teitur lagði upp
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Silkeborg 2 - 0 Helsingor
1-0 Nicolai Vallys ('75)
2-0 Nicolai Vallys ('82)

Patrik Sigurður Gunnarsson hélt hreinu og átti Stefán Teitur Þórðarson stoðsendingu í 2-0 sigri Silkeborg gegn Helsingor í toppbaráttu B-deildarinnar í Danmörku.

Sigurinn er afar mikilvægur fyrir Silkeborg sem endurheimtir 2. sæti deildarinnar af lærisveinum Ólafs Kristjánssonar í Esbjerg.

Stefán Teitur kom inn af bekknum á 55. mínútu og lagði upp annað tveggja marka Nicolai Vallys.

Tvö efstu sæti deildarinnar gefa þátttökurétt í efstu deild á næstu leiktíð. Silkeborg er í öðru sæti, einu stigi fyrir ofan Esbjerg.

Esbjerg tekur á móti Silkeborg 10. apríl.
Athugasemdir
banner