Það helsta úr slúðurheimum - Robinson efstur á óskalista Liverpool - Mateta eftirsóttur
Túfa: Ósanngjarnt að við unnum ekki
Davíð Smári: Fagna því að menn hafi sofið á okkur
Auðun Helgason: Fótboltinn kitlar alltaf
Arnór Gauti: Þetta var bara fullkominn dagur
Höskuldur tileinkaði markið nýfæddri dóttur sinni: Sennilega átt að taka vögguna frekar
Maggi: Eina skiptið á ævinni sem ég er pirraður út í Anton
Dóri Árna: Vonbrigði að fókus Mosfellinga var á að púa á Arnór Gauta
Steini um leikhléið: Sýndi það hvernig þær litu á leikinn
Guðrún: Var bara að njóta þess að vera við hliðina á henni
Karólína sá boltann inni: Hélt ég væri að fara að skora
Sveindís: Ég gæti spilað annan leik núna
Emilía Kiær: Með mjög góða einstaklinga sem spila í Barcelona og Lyon
Ingibjörg stolt: Þær vita hvað þetta þýðir mikið fyrir mig
Siggi Höskulds: Hrikalega sáttur með ungu strákana
„Þegar maður er farinn að deyfa bæði hnén til að geta æft ertu kominn á slæman stað"
Sá myndband í gær sem setti blóð á tennurnar - „Viljum hefna fyrir þetta"
„Ekkert stærsti aðdáandi þess að spila á Kópavogsvelli"
Sneri aftur í landsliðið eftir langa fjarveru - „Mótlætið styrkir mann"
Ekki unnið leik í tæpa tvo mánuði - „Skrítið og auðvitað ekki eins og við viljum hafa það"
Þurfti að bíta í neglurnar - „Mun meira stressandi"
   lau 05. apríl 2025 22:35
Haraldur Örn Haraldsson
Arnór Gauti: Þetta var bara fullkominn dagur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Afturelding tapaði fyrir Breiðablik 2-0 í opnunarleik Bestu deildarinnar í kvöld. Arnór Gauti Ragnarsson var svekktur með úrslitinn en ánægður með daginn þar sem Afturelding spilaði sinn fyrsta leik í deild þeirra bestu.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Afturelding

„Við vorum aðeins passívari en við bjuggumst við, það sótti helvíti vel á. Það voru margir að spila sinn fyrsta leik í efstu deild þannig það var örugglega einhver fiðringur í mönnum þarna. Við vorum að spila á móti besta liðinu á Íslandi þannig að, en við verðum að vera stoltir af okkar framlagi. Svo er það bara ÍBV." Sagði Arnór en þetta var sérstakur dagur fyrir marga Mosfellinga.

„Þessi leikur þýddi mikið fyrir marga. Það er mikil tenging á milli klúbbana, það eru margir, meðal annars ég sem hafa spilað hérna. Þetta var bara fullkominn dagur eiginlega, bara yndislegt að byrja þetta tímabil."

Spá Fótbolta.net fyrir tímabil setti Aftureldingu í 10. sæti en Arnór segir að hann geri sitt besta í að vera að pæla sem minnst í slíkri umfjöllun.

„Við reynum að horfa eins lítið og við getum í það, en auðvitað er ógeðslega erfitt að fara framhjá því. Okkar væntingar eru bara að gera okkar besta og bara njóta þess að vera í deild þeirra bestu. Við erum bara ennþá að skrifa söguna þannig við getum ekkert nema bara verið með bros á vör og haldið áfram."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir