Keflavík og Fram áttust við á Nettóvellinum í Keflavík í dag þar sem Keflavík fór með 2-1 sigur af hólmi eftir hörkuleik.
„Það er alveg rétt þetta er súrt við byrjum frekar sterkt en höldum ekki út leikinn og þeir refsa okkur fyrir það og við getum bara sjálfum okkur um kennt." Sagði Hlynur Atli fyrirliði Fram eftir leik
„Það er alveg rétt þetta er súrt við byrjum frekar sterkt en höldum ekki út leikinn og þeir refsa okkur fyrir það og við getum bara sjálfum okkur um kennt." Sagði Hlynur Atli fyrirliði Fram eftir leik
Lestu um leikinn: Keflavík 2 - 1 Fram
Fram byrjaði leikinn terkt en Keflavík virtist taka öll völd á vellinum í seinni hálfleik þá sérstaklega í endan á leiknum. Var Fram liðið orðið þreytt?
„Hvort það sé ástæðan eða ekki við vorum alltof langt frá mönnum og vorum að tapa einvígum og þeir voru bara að keyra á okkur. Við gáfum bara eftir og hægjum aðeins á það varð okkur að bana í dag."
„Mér finnst það frábært, Laugardalsvöllur er toppaðstæður og allt það en það er bara eitthvað við það að spila í safamýrinni."Sagði Hlynur að lokum aðspurður um hvernig það væri að fara byrja spila aftur heimaleiki í safamýrinni.
Athugasemdir
























