mið 05. maí 2021 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
„Enginn fattað að Arnór er besti miðvörður deildarinnar nema ég"
Arnór fagnar fyrra marki KR.
Arnór fagnar fyrra marki KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR vann 0-2 útisigur gegn Breiðabliki á sunnudag í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar.

Mörkin skoruðu þeir Óskar Örn Hauksson og Kennie Chopart á fyrsta korteri leiksins. Vörn KR lenti ekki í miklum vandræðum. Rúnar Kristinsson tjáði sig um miðverði sína við Vísi eftir leik.

„Arnór Sveinn er besti miðvörður deildarinnar að mínu mati, það hefur bara enginn fattað það nema ég," sagði Rúnar við Smára Jökul Jónsson á Vísi.

„Hann er búinn að skóla Finn Tómas til og nú er hann kominn með Grétar Snæ sér við hlið. Grétar er búinn að vaxa og vaxa, hann átti frábæran leik í dag og ég ætla að vona að hann sé maður til að standa undir því að vera jafn góður í næstu leikjum."

„Grétar stóðst prófið í dag gríðarlega vel. Hann hefur ekki fengið mörg stór próf hjá okkur, það er búið að vera Covid og æfingar stöðvuðust. Við spiluðum við Val en síðan við lið þar sem við vorum mikið með boltann og að sækja. Við áttum eftir að sjá meira af hans varnartöktum og hann stendur þetta allt af sér,"
sagði Rúnar við Vísi.

Sjá einnig:
Létu Grétar og Arnór líta út eins og Costacurta og Baresi
Athugasemdir
banner
banner