Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 05. júní 2020 23:00
Fótbolti.net
Eru ekki í deildarkeppni en gætu komist í pottinn
„Ef allt gengur upp þá getur Nökkvi alveg verið í pottinum"
Davíð Rúnar Bjarnason í leik með KA fyrir örfáum árum.
Davíð Rúnar Bjarnason í leik með KA fyrir örfáum árum.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Nökkvi
1. umferðin í Mjólkurbikar karla hófst í kvöld með þremur leikjum en um helgina fara fram þrír leikir á Norðurlandi.

Á laugardag mætast grannarnir í Dalvík/Reyni og KF og á sunnudag mæta Samherjar liði Nökkva á Hrafnagilsvelli og Tindastóll fær Kormák/Hvöt í heimsókn á Krókinn.

Þessir þrír leikir á Norðurlandi voru til umræðu í hlaðvarpsþættinum Boltinn á Norðurlandi í dag. Hægt er að hlusta á þáttinn neðst í fréttinni.

Sigurvegarinn úr leiknum á Króknum mætir sigurliðinu úr leiknum á Hrafnagili í 2. umferð. Bikarkeppnin er svæðisskipt til að byrja með en í 3. umferð er dregið um mótherja. Nökkvi er ekki skráð í deildarkeppni en hefur iðulega tekið þátt í bikarkeppninni. Möguleikar Nökkva um að komast í pottinn fyrir 3. umferðina voru sérstaklega teknir fyrir.

Þekktar stærðir á Norðurlandi fengu félagaskipti yfir í Nökkva á dögunum. Sem dæmi má nefna Andrés Vilhjálmsson, Ottó Hólm Reynisson og Elmar Dan Sigþórsson.

„Flestir sem fylgjast eitthvað með fótbolta á Akureyri vita hvernig lið Nökkvi, eða El Clasico eins og þeir kalla sig, er með. Þetta eru allt gæjar sem voru góðir í fótbolta og jafnvel eru enn, hafa ekki tíma fyrir fótboltann og eru að gera eitthvað annað," sagði Aksentije Milisic.

„Þetta eru gæjar sem finnst gaman að fara í fótbolta, mikið pepp. Dabbi Rún [Davíð Rúnar Bjarnason] er með þeim og fleiri sem eru nýhættir," bætti Aci við og kom inn á það að Nökkvi hefði veitt sínu liði, KF, mikla mótspyrnu í 1. umferðinni í fyrra.

„Við erum undir og jöfnum leikinn þegar tíu mínútur eru eftir. Það varð allt brjálað í framlengingunni og allt sauð upp úr eftir að þeir skora mark sem dæmt er af. Það tók okkur, topplið í 3. deildinni, 115. mínútur að klára leikinn."

„Ef Nökkvi vinnur Samherja er líklegra að liðið mæti Tindastóli heldur en Kormák og Tindastóll er jafnvel slakara á pappírunum en KF liðið var í fyrra. Ef allt gengur upp þá getur Nökkvi alveg verið í pottinum,"
bætti Sæbjörn Þór Þórbergsson við.

„Við höfum talað við nokkra í þessu Nökkva liði og þeir eru meðvitaðir um þennan möguleika. Tips á Stólana, ekki vanmeta þá, þetta er lið sem gæti alveg slegið þá út ef þessi lið mætast," sagði Aci.
Boltinn á Norðurlandi: Upphitunarþáttur - Bikarhelgi og rýnt í öll liðin
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner