Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 05. júní 2021 17:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
2. deild: Markalaust á Ólafsfirði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KF 0-0 Þróttur Vogum

Þróttur Vogum heimsótti KF í toppslag í fimmtu umferð 2. deildar karla í dag.

Leiknum lauk með markalausu jafntefli. KF var sterkara liðið í fyrri hálfleiknum og átti á m.a. tvær tilraunir sem höfnuðu í tréverkinu.

Í síðari hálfleik tóku Þróttarar við sér en KF átti áfram hættulegustu færi leiksins. Sachem Wilson komst í tvígang nálægt því að tryggja KF sigurinn en það tókst ekki.

KF hóf deildina af krafti en þeir unnu fyrstu þrjá leiki sína. KF tapaði síðan gegn Völsungi í síðustu umferð og eru því með 10 stig í öðru sæti með jafn mörg stig og ÍR sem er á toppnum.

Þróttur fékk hinsvegar tvö stig úr fyrstu tveimur leikjum sínum en unnu síðan næstu tvö. eru því með níu stig í þriðja sæti eftir leik dagsins,

Í næstu umferð heimsækir KF Magna og Þróttur fær Reyni Sandgerði í heimsókn.
Athugasemdir
banner
banner
banner