lau 05. júní 2021 23:00
Victor Pálsson
Var búið að sannfæra Jorginho um að semja við Man City
Mynd: Getty Images
Jorginho var mjög nálægt því að ganga í raðir Manchester City árið 2018 áður en hann samdi við Chelsea.

Þetta segir Joao Santos, umboðsmaður leikmannsins, en Jorginho ákvað að lokum að fara með Maurizio Sarri til Chelsea.

Man City sýndi leikmanninum mikinn áhuga og var við það að tryggja sér hans þjónustu áður en Chelsea kom til greina.

„Þetta var ákvörðun Napoli. Þeir voru í viðræðum við Manchester City en svo hófust viðræðurnar við Chelsea. Þar endaði hann svo," sagði Santos.

„Við höfum ekkert á móti Manchester City. Það hefði verið ánægjulegt að spila undir Pep Guardiola en þannig virka félagaskipti ekki."

„Stundum geta hlutirnir breyst mjög hratt. Við virðum Guardiola, Manchester City og þeirra stjórn."

„Það var búið að sannfæra hann um að semja við City en að lokum breyttist það svo við fórum til Chelsea."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner