Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 05. júlí 2020 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tómas Þór: Vanvirðing við ágætt stéttarfélag jólasveina
Arnór Snær Guðmundsson, aðstoðarþjálfari ÍA, fagnar marki.
Arnór Snær Guðmundsson, aðstoðarþjálfari ÍA, fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tryggvi Hrafn fór illa með vörn Vals.
Tryggvi Hrafn fór illa með vörn Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tómas Þór Þórðarson gagnrýndi varnarmenn Vals harðlega í útvarpsþættinum Fótbolta.net í gær. Valur tapaði 4-1 gegn ÍA á heimavelli á föstudagskvöld.

„Valsmenn spiluðu í takt við fyrirpartýið framan af. Fyrstu þrjár mínúturnar hefðu þeir getað skorað tvö mörk. Ég hugsaði, 'Vá, þetta verður fyrirpartý, partý og svo verður eftirpartý í Fjósinu í kvöld. Þetta fer svona 5-0'. Þeir voru það flottir til að byrja með. Staðan átti að vera 2-0 áður en hún var 0-1, hún átti að verða 4-1 áður en hún varð 0-2. Í hálftíma voru Valsmenn betri en voru samt 0-2 undir," sagði Tómas í útvarpsþættinum.

Tómas hrósaði Árna Snæ, markverði ÍA, sérstaklega fyrir frábæran leik en hann átti margar flottar spyrnur upp völlinn auk þess sem hann átti ekki í miklu basli með það sem kom á markið hjá honum.

Aftur á móti var varnarleikur Vals hörmulegur.

„Þegar Hannes Þór Halldórsson sagði við Morgunblaðið að Valsmenn hefðu varist eins og jólasveinar, það er ekkert nema vanvirðing við það ágæta stéttarfélag sem jólasveinar eru. Varnarleikur Vals var bara djók," segir Tómas.

„Þegar þeir komust í 2-0 þá duttu Skagamenn bara í nettan samba. Voru bara flottir. Stefán Teitur á miðjunni þurfti ekki að gera mikið, stóð bara þegar hann fékk boltann og ein snerting út á kant. Boltarnir fram frá Árna og frá vörninni á þessa eldfljótu gæja, eins og Jói Kalli útskýrði eftir leik þá vildu þeir bara koma boltanum sem fyrst á bestu mennina sína án þess að vera mikið í háloftaboltum. Það var að virka."

„Fjórir öftustu hjá Val í gær. Birkir Már Sævarsson, landsliðsbakvörðurinn sem hefur stoppað alla sem hafa á vegi hans komið, spilaði sinn versta fótboltaleik sem ég hef séð frá honum. Orri Sigurður Ómarsson þarf að endurgreiða launin sín fyrir að hafa spilað þennan leik, hann var svo lélegur. Rasmus Christansen spilaði versta leik sem ég hef séð hann spila í ég veit ekki hvað langan tíma. Hann var ömurlegur. Magnus Egilsson var heldur ekki góður. Þetta annað mark sem Tryggvi Hrafn skoraði, þvílíkt 'collab' af ömurlegum varnarleik."

„Magnus Egilsson ætlaði að sóla Viktor Jónsson og hvíta perlan úr Fossvoginum sagði bara nei takk. Svo ganga þeir bara að vörninni. Fyrst stendur Rasmus í hælana og gerir ekki neitt, Orri er algerlega týndur, Haukur Páll kemur alltof seint og ég veit ekki hvar Sebastian var. Svo kemur Birkir Már Sævarsson, korteri í 100 landsleiki, og rennir sér á rassgatið fyrir framan Tryggva Hrafn sem er einn hæfileikaríkasti leikmaðurinn í deildinni. Hann sólar hann með mjög einfaldri hreyfingu og þá er eftir landsliðsmarkvörðurinn sem varði ekki skot í leiknum held ég. Þeir voru svo slakir í vörninni að það var í raun og veru bara ekkert eðlilegt."

Markið hjá Tryggva má sjá hér að neðan og einnig má hlusta umræðuna hér að neðan.


Íslenski boltinn - Valsskellur gegn ÍA, gluggavikan og nýtt útlit landsliðsins
Athugasemdir
banner
banner