Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 05. júlí 2021 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bandaríkin: Lið Gunnhildar missti frá sér toppsætið
Gunnhildur Yrsa í landsleik.
Gunnhildur Yrsa í landsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lansliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var að venju í byrjunarliði Orlando Pride er liðið spilaði gegn North Carolina Courage í bandarísku kvennadeildinni í gærkvöld.

Leikurinn byrjaði hörmulega fyrir Orlando því Debinha kom North Carolina yfir eftir aðeins þriggja mínútna leik.

North Carolina leiddi í hálfleik og þær bættu svo við öðru marki eftir rúmlega klukkutíma leik.

Brekkan var brött eftir það fyrir Orlando og þær náðu ekki að klífa hana. Gunnhildur spilaði allan leikinn, líkt og hún gerir vanalega.

North Carolina er núna komið upp fyrir Orlando á toppi deildarinnar. Gunnhildur Yrsa og hennar stöllur hafa tapað tveimur í röð, eftir að hafa farið í gegnum fyrstu sjö leikina taplausar þar áður.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner