Hermann Hreiðarsson var að vonum ánægður eftir 1-0 sigur á ÍBV á Hásteinsvelli í dag.
Lestu um leikinn: ÍBV 0 - 1 Fylkir
„Þetta var mjög öflugur sigur og góð 3 stig, við byrjum þetta af miklum krafti og erum grimmari í dag. Við hefðum jafnvel átt að skora fleiri mörk í dag og verið tvö eða þrjú núll yfir í hálfleik," sagði Hemmi eftir leikinn.
Við vorum betra liðið og áttum þennan sigur fyllilega skilið, við vorum búnir að seta þá undir mikla pressu í fyrri hálfleik og þetta var iðnaðarsigur,"
Hemmi sneri aftur á sinn gamla heimavöll og með sigrinum í dag er hann kominn með 7 stig af 12 mögulegum eftir að hafa tekið við af Ásmundi Arnarsyni, núverandi þjálfari ÍBV.
„Þetta eru búnir að vera þrír gríðarlega erfiðir útvellir, Hásteinsvöllur, Kaplakriki og Kópavogur og við fáum 7 stig úr þeim leikjum og maður verður að vera raunsær þannig að ég er mjög ánægður með það," sagði Hemmi að lokum.
Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir