Enska B-deildarfélagið Brentford ætlar ekki að hlusta á tilboð undir 50 milljónum punda í þá Said Benrahma og Ollie Watkins en þetta kemur fram á Sky Sports.
Benrahma og Watkins eru stjörnurnar í liði Brentford en þeir tveir áttu ótrúlegt tímabil með liðinu í B-deildinni.
Liðið var grátlega nálægt því að koma sér upp í deild þeirra bestu en liðið neyddist til að fara í umspi. Brentford komst í úrslitaleikinn gegn Fulham en tapaði honum, 2-1.
Benrahma og Watkins eru afar eftirsóttir. Arsenal og Chelsea vilja fá Benrahma á meðan töluvert fleiri lið eru á eftir Watkins sem var markahæsti maður liðsins með 25 mörk í deildinni.
Brentford ætlar þó ekki að selja þá ódýrt. Félagið vill að minnsta kosti 50 milljónir punda fyrir þá enda hefur félagið alls ekki áhuga á því að selja burðarstólpa liðsins.
Athugasemdir