
Fimmtánda umferðin í Lengjudeildinni hefst í kvöld með tveimur leikjum, umferðin heldur áfram á morgun og lýkur á laugardag.
Birnir Snær Ingason, leikmaður HK, er uppalinn Fjölnismaður og er hann spámaður umferðarinnar.
Birnir Snær Ingason, leikmaður HK, er uppalinn Fjölnismaður og er hann spámaður umferðarinnar.
Grótta 3 - 2 Selfoss (Í kvöld 19:15)
Rosalegur match, G Gylfa nýorðinn fimmtugur og setur upp í einhverja taktíska geðveiki sem endar með 3-2 sigri og 2 mörk frá Gary Martin duga ekki.
Fram 0 - 13 Fjölnir (Í kvöld 19:15)
Fjölnismenn eru búnir að vera flottir eftir að Bakare kom í liðið og halda áfram góðu skriði með flottum 13-0 sigri og Gummi Kalli verður með 8 mork.
Afturelding 1 - 1 Þór (Á morgun 18:00)
Þessi leikur endar 1-1 jafntefli. Kristófer Óskar skorar.
Grindavik 2 - 0 Vestri (Á morgun 18:00)
Bjössi Hreiðars landar sterkum 2-0 sigri á sprækum Vestramönnum
Þróttur 4 - 5 Kórdrengir (Á morgun 19:15)
4-5 fyrir Kórdrengjum. Maagnús Pétur teipar á sér hnéð og nær að troða inn 4 mörkum en það dugar ekki til á moti geggjuðu liði Kórdrengja.
Víkingur Ó 0 - 4 ÍBV (Á laugardag 14:00)
Kósý sigur hjá eyjamönnum þar sem Eiður Aron á flottan leik í vörninni og kóronar hann með flottum 4 mörkum með skalla.

Skorar Eiður Aron með skalla gegn Ólsurum?
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir