Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fim 05. ágúst 2021 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Birnir Ingason spáir í fimmtándu umferð Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
Birnir Snær Ingason í bláu.
Birnir Snær Ingason í bláu.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Gummi Kalli skorar ekki nema átta mörk gegn Fram ef spá Birnis gengur eftir.
Gummi Kalli skorar ekki nema átta mörk gegn Fram ef spá Birnis gengur eftir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fimmtánda umferðin í Lengjudeildinni hefst í kvöld með tveimur leikjum, umferðin heldur áfram á morgun og lýkur á laugardag.

Birnir Snær Ingason, leikmaður HK, er uppalinn Fjölnismaður og er hann spámaður umferðarinnar.

Grótta 3 - 2 Selfoss (Í kvöld 19:15)
Rosalegur match, G Gylfa nýorðinn fimmtugur og setur upp í einhverja taktíska geðveiki sem endar með 3-2 sigri og 2 mörk frá Gary Martin duga ekki.

Fram 0 - 13 Fjölnir (Í kvöld 19:15)
Fjölnismenn eru búnir að vera flottir eftir að Bakare kom í liðið og halda áfram góðu skriði með flottum 13-0 sigri og Gummi Kalli verður með 8 mork.

Afturelding 1 - 1 Þór (Á morgun 18:00)
Þessi leikur endar 1-1 jafntefli. Kristófer Óskar skorar.

Grindavik 2 - 0 Vestri (Á morgun 18:00)
Bjössi Hreiðars landar sterkum 2-0 sigri á sprækum Vestramönnum

Þróttur 4 - 5 Kórdrengir (Á morgun 19:15)
4-5 fyrir Kórdrengjum. Maagnús Pétur teipar á sér hnéð og nær að troða inn 4 mörkum en það dugar ekki til á moti geggjuðu liði Kórdrengja.

Víkingur Ó 0 - 4 ÍBV (Á laugardag 14:00)
Kósý sigur hjá eyjamönnum þar sem Eiður Aron á flottan leik í vörninni og kóronar hann með flottum 4 mörkum með skalla.

Skorar Eiður Aron með skalla gegn Ólsurum?
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner