fös 05. ágúst 2022 19:10
Brynjar Ingi Erluson
Flaug með borða yfir Selhurst Park - „Sparkið nauðgurum af vellinum"
Mynd: Twitter
Athyglisvert atvik átti sér stað rétt fyrir leik Crystal Palace og Arsenal í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld en þá flaug flugvél með borða yfir völlinn og mátti þar sjá skýr skilaboð til Arsenal.

Flugvélin var með borða sem stóð á „Spörkum nauðgurum af vellinum," en þar er átt við leikmann úr ensku úrvalsdeildinni sem hefur verið sakaður um kynferðisbrot gegn tveimur konum.

Umræddur leikmaður er Thomas Partey, sem spilar fyrir Arsenal, en eitt af fórnalömbum hans opineraði samskipti við leikmanninn sem sönnunargögn í málinu en rannsóknin á því máli var hætt. Hann er enn til rannsóknar vegna gruns um kynferðisbrot gegn annarri konu.

Arsenal setti leikmanninn ekki til hliðar þegar hann var handtekinn að heimili sínu í Barnet í Lundúnum í síðasta mánuði og er hann í byrjunarliði Arsenal sem spilar við Crystal Palace í kvöld.

Flugvél flaug yfir völlinn í kvöld og vildi senda skýr skilaboð út í samfélagið. Þar er farið fram á að nauðgurum sé sparkað af vellinum en mynd af atvikinu má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner