Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   lau 05. september 2020 22:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu markið: Jói Berg setti boltann snyrtilega yfir markvörðinn
Jói Berg í æfingaleik.
Jói Berg í æfingaleik.
Mynd: Heimasíða Burnley
Jóhann Berg Guðmundsson hefur átt gott undirbúningstímabil með Burnley.

Burnley vann í dag 4-1 sigur á skoska liðinu Hearts í æfingaleik og skoraði Jóhann Berg mjög laglegt mark í síðari hálfleiknum.

Jói Berg komst inn í sendingu frá markverði Hearts, sá að hann var langt út úr markinu og setti hann snyrtilega yfir hann. Afar fallegt mark eins og sjá má hér að neðan.

Jóhann valdi að fara ekki til móts við íslenska landsliðshópinn fyrir leikina gegn England og Belgíu í Þjóðadeildinni. Hann vildi frekar vera hjá Burnley og koma sér þar í stand fyrir tímabilið, en landsliðsmaðurinn var mikið frá á síðasta tímabili vegna meiðsla.

Ísland spilaði í dag gegn Englandi og tapaði naumlega þrátt fyrir fjarveru margra lykilmanna.

Sjá einnig:
„Jóhann Berg er einn af okkar bestu leikmönnum"


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner