Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 05. september 2022 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Utrecht
Amanda rænd fyrsta markinu - Dagný hefur fulla trú á henni
Icelandair
Amanda Andradóttir.
Amanda Andradóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hin 18 ára gamla Amanda Andradóttir fékk sitt stærsta tækifæri með íslenska landsliðinu til þessa þegar liðið mætti Hvíta-Rússlandi síðastliðið föstudagskvöld.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er meidd og ákvað Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, að gefa Amöndu sénsinn á vinstri kantinum.

Hún átti ansi góðan leik og fékk átta í einkunnagjöf Fótbolta.net frá leiknum.

Amanda fiskaði víti og lagði einnig upp mark, en hún var óheppin að skora. Hún var í raun rænd marki þar sem dómarinn tók af henni mark sem átti að standa.

„Áslaug Munda (Gunnlaugsdóttir) og Amanda eru báðar frábærar. Þær voru oft að fara illa með Hvít-Rússana á vinstri kantinum. Framtíðin er björt fyrir þær," sagði Dagný Brynjarsdóttir, einn af reynsluboltunum í liði Íslands, eftir leikinn á föstudag.

„Það var leiðinlegt að sjá markið dæmt af Amöndu, það var ekkert að þessu. En ég veit að hún á eftir að skora fullt af mörkum í framtíðinni."

Það var rætt um innkomu Amöndu í leiknum í útvarpsþættinum Fótbolta.net síðasta laugardag.

„Hún skoraði þriðja markið í fyrri hálfleiknum sem var ranglega dæmt af. Stórfurðulegur dómur. Hún var rænd fyrsta landsliðsmarkinu sínu. Annars var hún geggjuð í þessum leik, var með frábærar hornspyrnur og aukaspyrnur. Hún er með frábæra tækni og er gríðarlega spennandi leikmaður," sagði undirritaður í útvarpsþættinum.
Útvarpsþátturinn - Gósentíð í íslenska og enska
Athugasemdir
banner
banner
banner