Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   mán 05. september 2022 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Utrecht
Risastórt að komast á HM - „Það er það sem þær lifa fyrir þessa stundina"
Icelandair
Harpa Þorsteinsdóttir er sérfræðingur hjá RÚV.
Harpa Þorsteinsdóttir er sérfræðingur hjá RÚV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðið á æfingu í dag.
Landsliðið á æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er ekki búist við því að Þorsteinn Halldórsson geri svakalegar breytingar á liðinu.
Það er ekki búist við því að Þorsteinn Halldórsson geri svakalegar breytingar á liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá æfingunni í Utrecht.
Frá æfingunni í Utrecht.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Harpa Þorsteinsdóttir, fyrrum landsliðskona og núverandi sparkspekingur hjá RÚV, er gríðarlega bjartsýn fyrir leik Hollands og Íslands í undankeppni HM á morgun. Ísland er í góðum séns á að komast beint í lokakeppnina sem fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi.

Ísland er á toppnum í riðlinum með 18 stig, einu stigi meira en Holland.

Liðin eigast við í Utrecht á morgun en jafntefli dugir liðinu til að komast á HM.

Íslenska liðið er í ágætis gír. Liðið gerði þrjú jafntefli í riðlakeppni EM í sumar, meðal annars við lið Frakklands og þá vann það 6-0 stórsigur við Hvíta-Rússland á dögunum.

Harpa er mjög bjartsýn á að Ísland fari alla leið á HM.

„Bara ljómandi vel og sérstaklega að vera komin hingað. Þetta er geggjaður völlur, toppaðstæður og tvö frábær lið."

„Þær eru örugglega spenntar. Ég held að þær reyni að ná tökum á spennustiginu og tilhlökkun er aðaltilfinningin fyrir þessa leiki og það er það sem þær lifa fyrir þessa stundina,"
sagði Harpa er hún var spurð út í íslenska hópinn.

Harpa gerir ekki ráð fyrir því að Þorsteinn Halldórsson, þjálfari liðsins, geri margar breytingar á liðinu.

„Nei, það hugsa ég ekki. Held að það verði ekkert óvænt. Bara nokkuð í takt við það sem er búið að vera að byggja upp síðustu misseri."

„Ég held að það sé erfitt að segja. Það væri óeðlilegt að gera miklar breytingar, enda stutt á milli leikjanna. Síðasti leikur spilaðist mjög vel en að því sögðu er þessi leikur allt annars eðlis og spurning hvort hann vilji fara varnarsinnaðri inn í hann eða hvað."


Sigurinn gegn Hvíta-Rússlandi kom liðinu í betri gír fyrir leikinn og var Harpa mjög sátt við spilamennsku liðsins í þeim leik.

„Já, frábært fyrir svona verkefni að fá þannig leik til þess að fá sjálfstraustið í gang. Það er mjög jákvætt hvað við skoruðum mörg mörk og hvað við vorum að búa til margar álitlegar stöður inn í teignum og að sama skapi fáum við ekki mark á okkur, sem er gott."

Léttir pressuna að vita að eitt stig sé nóg
Holland er með mikið af sterkum sóknarmönnum og má þar helst nefna Vivianne Miedema, leikmann Arsenal á Englandi. Hún hefur verið með bestu sóknarmönnum heims síðustu ár. Íslenska liðið gæti því þurft að liggja aftur á morgun en Harpa segir liðið á heimavelli þegar það kemur að varnarvinnu.

„Þar erum við algjörlega á heimavelli. Það er staða sem við þekkjum og erum slatta af varnarmönnum í þessu liði þannig við hljótum að geta varist."

En mun það eitthvað trufla liðið að vita að það þarf aðeins eitt stig til að komast á HM?

„Nei, það léttir það aðeins á pressunni ef við fáum mark á okkur þá er styttra í að geta komið til baka. Það er plús en við erum alltaf að fara inn í þennan leik til að vinna hann," sagði hún ennfremur.

Hún var að lokum spurð út í vonir Íslands um að fara alla leið í lokakeppnina, en Harpa kom þar inná það að hún væri rosalega bjartsýn.

„Ég er rosalega bjartsýn. Hef passað mig að vera temmilega bjartsýn en ég er samt virkilega bjartsýn," sagði Harpa, en hversu stórt er það að komast á HM?

„Það væri risastórt," sagði hún í lokin.

Leikurinn annað kvöld hefst klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Það er mikið undir og mikil spenna framundan.
Athugasemdir
banner
banner