Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fim 05. september 2024 21:10
Elvar Geir Magnússon
Ísland eina þjóðin sem hefur ekki unnið leik í Þjóðadeildinni
Icelandair
Frá landsliðsæfingu í morgun.
Frá landsliðsæfingu í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
Þó Þjóðadeildin hafi gefið íslenska landsliðinu tækifæri á að komast á stórmót í gegnum umspil þá hafa strákarnir okkar enn ekki unnið leik í keppninni.

Sögulegur sigur San Marínó á Liechtenstein í kvöld gerði það að verkum að Ísland er eina þjóðin sem hefur ekki unnið leik í Þjóðadeildinni síðan keppnin var sett á laggirnar 2018.

Ísland hefur mætt virkilega öflugum andstæðingum í Þjóðadeildinni þar sem liðið fór beint í A-deild vegna góðrar stöðu á heimslistanum þegar keppnin var sett af stað.

Ísland lék í A-deild í fyrstu tveimur útgáfum Þjóðadeildarinnar og komst ekki nálægt því að vinna leik. Liðið náði í sitt fyrsta stig í fyrsta leik sínum í B-deild þegar það gerði 2-2 jafntefli gegn Ísrael í júní 2022.

Liðið gerði jafntefli í öllum fjórum leikjum sínum í riðlinum þá en aðeins þrjú lið voru í riðlinum þar sem Rússlandi var meinuð þátttaka. Auk Ísrael var Albanía með okkur í riðli.

Vonandi kemur fyrsti sigur Íslands á morgun þegar leikið verður gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvelli.
Athugasemdir
banner
banner