
Kjartan Kári Halldórsson, markahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar, er eftirsóttur og hefur verið það síðustu mánuði.
Kjartan Kári, sem er 19 ára gamall, var stórkostlegur með Gróttu í sumar og skoraði hann 17 mörk í 19 leikjum í Lengjudeildinni með liðinu.
Kjartan Kári, sem er 19 ára gamall, var stórkostlegur með Gróttu í sumar og skoraði hann 17 mörk í 19 leikjum í Lengjudeildinni með liðinu.
Það hefur verið mikill áhugi á honum frá félögum í Bestu deildinni á þessu ári. Einnig hefur verið áhugi á honum erlendis. Hann er þó áfram samningsbundinn Gróttu.
Það var rætt um áhugaverða leigubílasögu í útvarpsþættinum Fótbolta.net síðasta laugardag; Grótta hafi samþykkt tilboð frá Val í leikmanninn efnilega fyrr í sumar en hætt svo við.
„Að Valur hafi boðið 5 milljónir í Kjartan Kára í sumarglugganum, efnilegasta leikmann Lengjudeildarinnar," sagði Elvar Geir Magnússon og bætti við:
„Chris Brazell, þjálfari hjá Gróttu, hafi þá sagt að það kæmi ekki til greina að hann myndi fara á miðju tímabili. Stjórnin hafi þess vegna hætt við að selja hann á Hlíðarenda."
Grótta var um tíma í sumar í baráttu um það að komast upp en liðið hafnaði að lokum í þriðja sæti, níu stigum frá öðru sæti.
„Þetta er spennandi leikmaður," sagði Benedikt Bóas Hinriksson.
Kjartan Kári fer núna á næstunni til Noregs þar sem hann verður á reynslu hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Haugesund.
Sjá einnig:
Tveir leikmenn Gróttu eftirsóttir - „Hafa reglulega komið tilboð"
Eyþór Wöhler í Breiðablik? - Kjartan Kári æfir með liðinu
Athugasemdir