Illan Meslier, markvörður Leeds, gerði hörmuleg mistök í lok leiks liðsins gegn Sunderland í gær. Mistökin urðu til þess að Leeds náði ekki að vinna leikinn.
Jeff Stelling, fyrrum þáttarstjórnandi Gillette Soccer Saturday á Sky Sports gagnrýnir viðbrögð liðsfélaga franska markvarðarins í kjölfar marksins.
Jeff Stelling, fyrrum þáttarstjórnandi Gillette Soccer Saturday á Sky Sports gagnrýnir viðbrögð liðsfélaga franska markvarðarins í kjölfar marksins.
„Það hefði verið fínt að sjá einhverja leikmenn Leeds hughreysta Meslier aðeins meira - sérstaklega Junior Firpo!! Hörmuleg, hörmuleg mistök en engum líður verr en markverðinum," skrifar Stelling á X.
Meslier hefur sjálfur fengið gagnrýni fyrir að hafa verið brosandi eftir leik. Stelling kom inn á það í næstu færslu sinni.
„Þeir sem gagnrýna hann fyrir að glotta yfir þessu, hann er að brosa af því þetta er vandræðalegt. Hvað á hann annað að gera? Gráta?"
Daniel Farke, stjóri Leeds, sagði að markvörðurinn hefði gráti næst í klefanum eftir leikinn. „Hann er vonsviknasti leikmaðurinn í klefanum, gráti næst. Maður faðmar hann bara, leyfir honum að vera og ræðir svo við hann eftir nokkra daga," sagði þýski stjórinn.
By the way to all those saying he is smirking /laughing afterwards, he is smiling in embarrassment. What else is he meant to do ? Cry ?
— Jeff Stelling (@JeffStelling) October 4, 2024
Meslier 2 minutes after his mistake???? pic.twitter.com/JHohCFiWoK
— The 44 ?? (@The_Forty_Four) October 4, 2024
Athugasemdir