Trent efstur á blaði Real - Newcastle vill Mbeumo - Arsenal hefur áhuga á Kudus
   lau 05. október 2024 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gagnrýnir liðsfélaga Meslier fyrir vöntun á hughreystingu
Mynd: Getty Images
Illan Meslier, markvörður Leeds, gerði hörmuleg mistök í lok leiks liðsins gegn Sunderland í gær. Mistökin urðu til þess að Leeds náði ekki að vinna leikinn.

Jeff Stelling, fyrrum þáttarstjórnandi Gillette Soccer Saturday á Sky Sports gagnrýnir viðbrögð liðsfélaga franska markvarðarins í kjölfar marksins.

„Það hefði verið fínt að sjá einhverja leikmenn Leeds hughreysta Meslier aðeins meira - sérstaklega Junior Firpo!! Hörmuleg, hörmuleg mistök en engum líður verr en markverðinum," skrifar Stelling á X.

Meslier hefur sjálfur fengið gagnrýni fyrir að hafa verið brosandi eftir leik. Stelling kom inn á það í næstu færslu sinni.

„Þeir sem gagnrýna hann fyrir að glotta yfir þessu, hann er að brosa af því þetta er vandræðalegt. Hvað á hann annað að gera? Gráta?"

Daniel Farke, stjóri Leeds, sagði að markvörðurinn hefði gráti næst í klefanum eftir leikinn. „Hann er vonsviknasti leikmaðurinn í klefanum, gráti næst. Maður faðmar hann bara, leyfir honum að vera og ræðir svo við hann eftir nokkra daga," sagði þýski stjórinn.


Athugasemdir
banner
banner