Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal, hefur verið meiddur á ökkla undanfarnar vikur en hann er bjartsýnn að hann geti byrjað að æfa á fullu bráðum.
Það eru nokkur orð frá Ödegaard í leikskránni fyrir leik Arsenal gegn Southampton í dag þar sem hann greinir frá stöðunni á sjálfum sér.
„Ég hef náð góðum bata undanfarna viku eða svo. Ég er betri og betri með hverjum deginum sem liður. Þegar þú finnur fyrir árangri gefur það þér kraft til að gera meira og meira og leggja harðar að þér," segir Ödegaard.
„Í dag er síðasti leikurinn okkar fyrir landsleikjahlé svo það gefur mér aðeins meiri tíma í endurhæfingu. Vonandi verð ég ekki mikið lengur í burtu, við munum vita meira um leið og ég kemst út á æfingavöllinn og sjáum þá hvernig ökklinn bregst við því. EIns og staðan er ég á góðri leið og þetta lítur betur út en við þorðum að vona en við tökum einn dag í einu."