Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 05. nóvember 2020 15:38
Elvar Geir Magnússon
Enginn í augnablikinu nálægt því að slá Pickford út
Jordan Pickford.
Jordan Pickford.
Mynd: Getty Images
Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englands segir að í augnablikinu sé enginn markvörður nálægt því að slá Jordan Pickford, aðalmarkvörð landsliðsins.

Pickford var á bekkknum hjá Everton þegar liðið tapaði gegn Newcastle síðasta sunnudag en mun verja mark liðsins gegn Manchester United á laugardaginn.

„Þegar fólk segir að ég hafi sýnt honum tryggð þá ber að hafa í huga að hann á það skilið. Hans frammistaða fyrir enska landsliðið hefur verið frábær og þetta hefur ekki verið erfið ákvörðun," segir Southgate.

„Það er samkeppni um stöður en ég get sagt að í augnablikinu er enginn sem ég tel vera nálægt því að ýta honum úr stöðu aðalmarkvarðar."

Pickford er í enska landsliðshópnum sem opinberaður var í dag. Í hópnum eru einnig Dean Henderson, varamarkvörður Manchester United, og Nick Pope, markvörður Burnley sem er í botnsæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner