Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 05. nóvember 2020 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Samskiptastjóri Qarabag bannaður fyrir að hvetja til drápa á Armenum
Henrikh Mkhitaryan er frægasti Armeni knattspyrnusögunnar.
Henrikh Mkhitaryan er frægasti Armeni knattspyrnusögunnar.
Mynd: Getty Images
Það ríkir ekki mikil ást á milli Aserbaídsjan og Armeníu og hafa löndin átt í löngum og blóðugum deilum um Nagorno-Karabakh landsvæðið sem er á milli landanna.

Þessar deilur hafa verið að koma upp á yfirborðið í ár þar sem löndin eru komin aftur í stríð eftir 26 ára umsaminn frið, sem var þó ekki sérlega friðsamlegur.

Erjurnar má rekja langt aftur í tímann, allt frá því að löndin voru stofnuð eftir fall rússneska keisaradæmisins í fyrri heimsstyrjöldinni.

Nú ríkir mikil ólga í löndunum og er Qarabag, stærsta félag Aserbaídsjan og fyrrum félag Hannesar Þórs Halldórssonar, í vandræðum eftir ummæli samskiptastjóra félagsins á samfélagsmiðlum. Samskiptastjórinn heitir Nurlan Ibrahimov og hefur verið dæmdur í bann af UEFA fyrir ummælin.

Þar hvetur hann samlanda sína til að drepa alla þá Armena sem á vegi þeirra verða. Armenska knattspyrnusambandið fékk veður af þessum ummælum og kvartaði til UEFA, sem hefur ákveðið að setja Ibrahimov í bann þar til rannsókn lýkur.

„Við (Aserar) verðum að drepa alla Armena án þess að gera greinarmun á börnum, konum eða öldruðum. Engin eftirsjá. Engin samkennd," skrifaði Ibrahimov, sem ætti að vera meiri diplómati en þetta í ljósi stöðu sinnar sem samskiptastjóri.

Qarabag heimsækir Sivasspor til Tyrklands í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Ibrahimov bætti nokkrum færslum við þar sem hann lofaði þjóðarmorð Tyrkja á Armenum árin 1915 og 1916.
Athugasemdir
banner
banner
banner