Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 05. nóvember 2024 16:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Æfingar geta hafist hjá KR í vikunni - Nýtt fjölnotahús boðið út
Frá Meistaravöllum.
Frá Meistaravöllum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik á gervigrasinu á KR-velli.
Úr leik á gervigrasinu á KR-velli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Æfingar geta hafist aftur á KR-svæðinu síðar í vikunni þar sem búið er að leggja nýtt gervigras á æfingasvæði félagsins.

„Gríðarlegt umbótamál fyrir KR, enda ljóst misserum saman að gamla gervigrasið var langt í frá fullnægjandi og í raun ónýtt. Mikilvægum áfanga í framkvæmdamálum knattspyrnufélagsins náð," segir í tilkynningu KR.

„Öðrum gríðarlega mikilvægum áfanga var sömuleiðis náð í þessari viku þegar nýtt fjölnota íþróttahús KR var boðið út á Evrópska efnahagssvæðinu. Nýja húsið verður næstum 7000 fermetrar að stærð," segir jafnframt í tilkynningunni.

Það er komin hreyfing í framkvæmdamál KR en félagið stefnir einnig á að vera með gervigras á aðalvelli sínum á næsta ári.

„Það er því loksins komin alvöru hreyfing á framkvæmdamál Knattspyrnufélagsins sem er mikið fagnaðarefni. Stjórn og starfsmenn félagsins munu að sjálfsögðu halda áfram að fylgja framkvæmdamálunum eftir, því enn er því miður langt í land að aðstaðan verði með þeim hætti að við getum vel við unað - en þangað stefnum við að sjálfsögðu," segir Þórhildur Garðarsdóttir, formaður KR.
Athugasemdir
banner