Inter og Barcelona vilja Enzo - Isak efstur á blaði Arsenal - Man Utd vill táning frá Sporting
   þri 05. nóvember 2024 10:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hrannar stýrir Augnabliki áfram (Staðfest) - Fær nýtt starf hjá Blikum
Hrannar Bogi.
Hrannar Bogi.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Hrannar Bogi Jónsson er aftur mættur í Smárann og mun hann áfram stýra Augnabliki næstu árin. Ásamt því mun hann þjálfa 2. flokk Breiðabliks.

Það stóð til að Hrannar Bogi, sem er mjög efnilegur þjálfari, myndi taka til starfa hjá Þrótti Reykjavík í yngri flokkum en það breyttist svo.

„Hrannar hefur gert frábært starf sem þjálfari Augnabliks með unga sem eldri leikmenn og búið til frábæran kúltúr hjá félaginu," segir í tilkynningu Augnabliks.

„Vertu velkominn aftur Hrannar og til hamingju með nýja starfið hjá Breiðabliki."

Augnablik hafnaði í fjórða sæti 3. deildar karla í sumar en um er að ræða venslafélag Breiðabliks.
Athugasemdir
banner
banner
banner