Walker til Mílanó - Conte vill Garnacho - Araujo vill komast burt frá Barcelona sem fyrst
   þri 05. nóvember 2024 21:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Mun sýna að ég er betri en Yamal"
Mynd: EPA

Andrija Maksimovic, 17 ára gamall leikmaður Rauðu stjörnunnar, er mjög spenntur fyrir því að mæta jafnaldra sínum, Lamine Yamal, á morgun.


Hann hefur verið kallaður hinn 'serbneski Messi' en Yamal er án efa einn mest spennandi leikmaður í Evrópu.

Liðin mætast í fjórðu umferð Meistaradeildarinnar í Serbíu á morgun en Barcelona er með sex stig en Rauða stjarnan án stiga.

„Við hittumst á EM. Hann er frábær leikmaður eins og (Pau) Cubarsi. Við erum jafnaldrar og á morgun mun ég mæta og sýna að ég er betri en Yamal," sagði Maksimovic.

„Auðvitað er ég ekki stressaður, þetta er það sem ég hef beðið eftir. Þetta er Meistaradeildin, þetta er okkar heimavöllur. Stúkan verður full og ég er ánægður að fara spila á móti frábæru Barcelona liði."


Athugasemdir
banner
banner
banner