Inter og Barcelona vilja Enzo - Isak efstur á blaði Arsenal - Man Utd vill táning frá Sporting
   þri 05. nóvember 2024 13:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Styttist í manninn sem Arsenal hefur saknað svo mikið
Ödegaard mætti á sína fyrstu æfingu í tvo mánuði
Martin Ödegaard.
Martin Ödegaard.
Mynd: Getty Images
Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal, er byrjaður að æfa aftur með Arsenal. Hann mætti á æfingu með liðsfélögum sínum í morgun og var það í fyrsta sinn sem hann gerir það síðan í september.

Hann meiddist á ökkla fyrir um tveimur mánuðum en hann hefur ekkert leikið með Arsenal síðan þá.

Hinn 25 ára gamli Ödegaard hefur misst af tólf leikjum og hefur Arsenal saknað hans mikið.

Hann er nálægt því að snúa aftur en er samt sem áður ekki í norska landsliðshópnum fyrir komandi leiki.

„Ég tala við Martin á hverjum degi. Það er ekki möguleiki fyrir hann að vera með núna," sagði Stale Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs, en spurning er hvort að hann geti mætt aftur á völlinn eftir landsleikjahlé.
Athugasemdir
banner