Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 05. desember 2020 16:42
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið West Ham og Man Utd: Fernandes á bekkinn - De Gea ekki í hóp
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
West Ham og Manchester United eigast við í enska boltanum og hafa byrjunarliðin verið kynnt.

Heimamenn í West Ham gera aðeins eina breytingu á liðinu sem sigraði Aston Villa um síðustu helgi. Það er Sebastien Haller sem kemur inn í byrjunarliðið í stað Michail Antonio sem er meiddur.

Rauðu djöflarnir gera fimm breytingar eftir sigurinn gegn Southampton þar sem Dean Henderson byrjar í marki en David de Gea er utan hóps.

Henderson byrjar þar með sinn fyrsta úrvalsdeildarleik fyrir Man Utd, rétt eins og Edinson Cavani sem kemur inn fyrir Bruno Fernandes.

Paul Pogba, Anthony Martial og Scott McTominay koma þá allir inn í byrjunarliðið fyrir Marcus Rashford, Nemanja Matic og Fred.

Bæði West Ham og Man Utd hafa unnið þrjá deildarleiki í röð. Hamrarnir eru með 17 stig eftir 10 umferðir, Djöflarnir eru með 16 stig eftir 9.

West Ham: Fabianski, Coufal, Balbuena, Ogbonna, Cresswell, Masuaku, Rice, Soucek, Bowen, Fornals, Haller.
Varamenn: Randolph, Diop, Johnson, Noble, Snodgrass, Lanzini, Benrahma.

Man Utd: Henderson, Wan-Bissaka, Lindelof, Maguire, Telles, McTominay, Pogba, Greenwood, Van de Beek, Martial, Cavani.
Varamenn: Grant, Tuanzebe, Williams, Matic, Mata, Fernandes, Rashford.
Athugasemdir
banner
banner
banner