Nicolas Tagliafico, leikmaður Ajax, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið til ársins 2023.
Þetta staðfesti hollenska félagið í gær en þessi 28 ára gamli leikmaður hefur verið orðaður við ófá félög á þessu ári.
Samningur Tagliafico átti að renna út árið 2022 en hann skrifaði undir eins árs langa framlengingu.
Lið á borð við Manchester United, Inter Milan, Barcelona og Chelsea hafa öll verið orðuð við bakvörðinn sem kemur frá Argentínu.
Það verður því að teljast nokkuð ólíklegt að Tagliafico kveðji Hollandsmeistarana á næsta ári.
Athugasemdir