Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 05. desember 2021 08:30
Brynjar Ingi Erluson
„Ástæða fyrir því að við fáum betur borgað en blaðamenn"
Jose Mourinho
Jose Mourinho
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Jose Mourinho, þjálfari Roma, er kominn í sitt gamla far og neitaði að taka við spurningum frá blaðamönnum eftir 3-0 tapið gegn Inter í Seríu A í gær.

Lið hans lenti þremur mörkum undir í fyrri hálfleik og það í fyrsta sinn á hans ferli sem aðalþjálfari.

Eftir leikinn var hann illa stemmdur og eftir fyrstu spurningu blaðamanns svaraði hann því með að útskýra af hverju þjálfarar væru með hærri laun en blaðamenn.

„Ykkar starf er mun auðveldara en okkar og þess vegna fáum við miklu betur borgað en þið," sagði Mourinho áður en hann fór yfir leikinn án þess að taka við spurningu.

„Ég vil biðja stúdíóið afsökunar og fólkið heima sem gæti haft áhuga á spurningum þeirra. Inter er sterkari en við undir venjulegum kringumstæðum. Þetta eru ekki venjulegar kringumstæður og þeir eru miklu sterkari en við."

„Þeir voru 29 stigum á undan Roma á síðasta tímabili en þetta var sérstaklega erfitt með öll meiðslin og bönnin sem við erum með."

„Frammistaða okkar fram á við var svo gott sem engin. Það var mikilvægt að skora mark því við vissum að við myndum aðeins fá tvö eða þrjú færi. Við fengum þrjú og skoruðum ekki."

„Þegar þú spilar með vörn sem er með Ibanez og fleiri leikmenn í stöðum sem þeir eru ekki vanir að spila þá áttu samt ekki að fá fyrsta og þriðja markið. Það á ekki að gerast,"
sagði Mourinho áður en hann sleit fundinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner