Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 05. desember 2021 15:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Fred tryggði fyrsta sigur Rangnick - Son frábær
Mynd: EPA
Þremur hörku leikjum er lokið í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Ralf Rangnick stýrði Manchester United í fyrsta sinn er liðið lagði Crystal Palace af velli.

United var mun betri aðilinn í fyrri hálfleik en allt kom fyrir ekki og markalaust í hálfleik.

Andre Ayew á eftir að naga sig í handabökin en á 75 mínútu fór hann illa að ráði sínu og klikkaði á frábæru færi.

Fred hefur fengið mikla gagnrýni á þessari leiktíð en hann skoraði eina mark leiksins með glæsilegu skoti eftir undirbúning Mason Greenwood. Aðeins tveimur mínútum eftir dauðafærið hjá Ayew.

Eftir góða byrjun töpuðu lærisveinar Patrick Vieira í Crystal Palace þriðja leik sínum í röð.

Tottenham vann góðan sigur gegn Norwich en Lucas Moura kom liðinu yfir eftir 10 mínútna leik með frábæru marki. Davinson Sanchez tvöfaldaði forystuna áður en Son skoraði þriðja og siðasta mark leiksins.

Leeds náði ótrúlegu jafntefli gegn Brentford en Sergi Canos kom Brentford í 2-1 og það stefndi allt í sigur liðsins en þegar fimm mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma skoraði Patrick Bamford og tryggði Leeds stig.

Bamford kom inn á 70 mínútu en hann hefur verið að berjast við meiðsli að undanförnu.

Leeds 2 - 2 Brentford
1-0 Tyler Roberts ('27 )
1-1 Shandon Baptiste ('54 )
1-2 Sergi Canos ('61 )
2-2 Patrick Bamford ('90 )

Manchester Utd 1 - 0 Crystal Palace
1-0 Fred ('77 )

Tottenham 3 - 0 Norwich
1-0 Lucas Moura ('10 )
2-0 Davinson Sanchez ('67 )
3-0 Son Heung-Min ('77 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner