Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 05. desember 2021 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Ranieri: Auðvitað gerum við mistök
Mynd: Watford
Claudio Ranieri, stjóri Watford, segist nokkuð sáttur með uppskeruna gegn stóru liðunum í deildinni en var þó auðvitað vonsvkinn með 3-1 tapið gegn Manchester City í gær.

Englandsmeistararnir réðu lögum og lofum gegn Watford í gær og skoruðu aðeins þrjú mörk en þau hefðu hæglega getað verið fleiri ef það hefði ekki verið fyrir Daniel Bachmann í marki heimamanna.

„Ef einhver hefði sagt við mig fyrir einhverju síðan að ég fengi þrjú stig gegn Man City, Man Utd og Chelsea þá hefði ég skrifað undir strax," sagði Ranieri.

„Ég sá góðan anda og þegar við vorum 3-0 undir þá gáfumst við samt ekki upp. Við fengum á okkur margar skyndisóknir en skuldbindingin, samheldnin og andinn var þarna. Ég er sáttur og enska úrvalsdeildin byrjar núna hjá okkur."

„Ég talaði við leikmenn fyrir leikinn og sagði þeim að passa sig þegar við vorum að pressa hærra því þeir færa boltann mjög vel og því er betra að liggja dýpra og beita skyndisóknum. Við spiluðum betur en auðvitað eru leikmenn sem geta geta opnað varnirnar."

„Það er mjög góður bardagi á milli liðanna. Það eru sex eða sjö lið í baráttunni um að halda sér uppi. Ég hef trú á þessu. Auðvitað gerum við mistök en við vinnum í því að laga þau,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner