Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 05. desember 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Útskýrir dóma sína í Dortmund - „Þurfti ekki að skoða þetta"
Felix Zwayer skoðaði atvikið með Hummels en ekki er Reus féll í teignum
Felix Zwayer skoðaði atvikið með Hummels en ekki er Reus féll í teignum
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Felix Zwayer, dómarinn í leik Borussia Dortmund og Bayern München, var í viðtali við Sky eftir leikinn í gær en þar útskýrði hann nokkrar ákvarðanir sem hann tók.

Erling Braut Haaland og Jude Bellingham gagnrýndu Zwayer eftir leik og sögðu það dómaraskandal að hafa ekki dæmt víti á Lucas Hernandez er hann fór aftan í Marco Reus inn í teig.

Haaland segir að Zwayer hafi verið hrokafullur og neitað að skoða atvikið í VAR. Bellingham gekk öllu lengra í sínu viðtali og gæti átt von á banni eftir að hann furðaði sig á því af hverju Zwayer, sem hefur verið dæmdur í máli fyrir að hagræða úrslitum, sé að dæma stærsta leikinn í Þýskalandi. Zwayer var dæmdur í sex mánaða bann frá fótbolta fyrir þátt sinn í umfangsmiklu máli árið 2005.

Sjá einnig:
Bellingham og Haaland brjálaðir yfir dómgæslunni - „Hefur hagrætt úrslitum áður"

Zwayer tjáði sig þó ekki um ummæli þeirra heldur um þær ákvarðanir sem hann tók á vellinum.

,Þetta var snertin í efri hluta líkamans og það er leyfilegt, jafnvel á háum hraða. Þetta atvik er ekki bara svart og hvítt. Ég ákvað að dæma ekki vítaspyrnu útaf sjónlínu minni. Ég þurfti ekki að skoða þetta því ég sá þetta skýrt," sagði Zwayer.

Mats Hummels fékk dæmda á sig vítaspyrnu þegar tæpar tuttugu mínútur voru eftir. Zwayer skoðaði það í VAR og dæmdi spyrnuna en Hummels handlék knöttinn. Dómurinn þótti heldur harður þar sem leikmaðurinn var ekki í jafnvægi.

„Þetta var venjulegar aðstæður, úr hornspyrnu. Ég sá í leiknum að Hummels snerti boltann en það var ekki skýrst hvort höndin hafi farið í boltann. Ég athugaði með atvikið í sambandi við Köln (þar sem VAR-herbergið er staðsett) og þá var staða handleggsins könnuð. Niðurstaðan var sú að hann snerti boltann augljóslega með olnboganum og ég komst að þeirri niðurstaða að þetta væri vítaspyrna," sagði Zwayer um vítaspyrnuna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner