Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   mán 05. desember 2022 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Frammistaða Mbappe trompaði Messi
Enski sparkspekingurinn Rio Ferdinand fullyrti eftir sigur Argentínu á Ástralíu að frammistaða Lionel Messi væri sú allra besta á mótinu til þessa en það tók sólarhring fyrir hann til að finna betri frammistöðu.

Messi var allt í öllu í sóknarleik Argentínu gegn Áströlum en hann skoraði fyrra mark liðsins og skapaði mikið í síðari hálfleiknum, þó án þess að koma að marki.

Ferdinand sagði að þetta væri besta frammistaða mótsins til þessa en í gærkvöldi horfði hann á leik Frakklands og Póllands og sá þá aðra frammistöðu á hæsta stigi.

Mbappe skoraði tvö og lagði upp eitt í 3-1 sigri á Póllandi en hann viðurkenndi að það sú frammistaða trompaði þessa hjá Messi.

„Ég sagði á laugardag að frammistaða Messi væri sú besta á mótinu en þessi frammistaða hjá Mbappe er svakalegust til þessa. Hann var ótrúlegur á öllum sviðum,“ sagði Ferdinand.

Mbappe og Messi eru báðir komnir í 8-liða úrslit og verður fróðlegt að sjá hvað þeir munu galdra fram þar.
HM hringborðið - Hey Jude og töframáttur Messi og Mbappe
Athugasemdir
banner