Jorginho, Graham Potter, Zinedine Zidane, Xabi Alonso, Ramsdale og fleiri koma við sögu
   þri 05. desember 2023 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimsmeistari ætlar sér að fara til Evrópu
Thiago Almada.
Thiago Almada.
Mynd: EPA
Argentínski landsliðsmaðurinn Thiago Almada segist stefna á það að fara til Evrópu í janúar.

Þessi 22 ára gamli kantmaður var hluti af landsliði Argentínu sem fór með sigur af hólmi á HM í fyrra.

Hann er mjög hæfileikaríkur leikmaður en hefur varið síðustu árum í Bandaríkjunum með Atlanta United. Hann er núna mjög hreinskilinn með að það er kominn tími á næsta skref.

„Ég vil fara til Evrópu núna. Ég væri til í að spila í spænsku úrvalsdeildinni," segir Almada.

Almada segir að draumur sinn sé að spila í Meistaradeild Evrópu en það er spurning hvort það rætist.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner