mið 06. janúar 2021 23:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Martial „heppinn að sleppa við gula spjaldið"
Anthony Martial.
Anthony Martial.
Mynd: Getty Images
Manchester United tapaði í kvöld 2-0 fyrir Manchester City í undanúrslitum enska deildabikarsins.

Það hefur verið mikil umræða síðustu daga um allar vítaspyrnurnar sem Manchester United fær. Þessi umræða hefur að miklu leyti myndast eftir ummæli sem Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, lét falla eftir 1-0 tap gegn Southampton.

„Ég heyri að Manchester United hafi fengið fleiri víti síðustu tvö ár en ég hef fengið á fimm og hálfu ári. Ég veit ekki hvort það sé mín sök eða hvernig það getur gerst. Það er samt engin afsökun fyrir frammistöðunni. Við getum ekki breytt þessu og verðum að virða ákvarðanirnar," sagði Klopp eftir leikinn á mánudag.

Man Utd hefur fengið margar vítaspyrnur upp á síðkastið, í heildina 26 í ensku úrvalsdeildinni síðan í janúar 2019. Leicester er í öðru sæti með 19.

Man Utd fékk ekki vítaspyrnu í kvöld, þó Anthony Martial hafi reynt að fiska eina slíka. VAR var notað í leiknum en ákvað að breyta ekki dómnum. Í textalýsingu BBC frá leiknum var Martial sagður heppinn að fá ekki gult spjald fyrir að henda sér auðveldlega í jörðina.

„Endursýningin sýnir að hann hljóp á Ruben Dias og henti sér í jörðina. Heppinn að fá ekki gult spjald fyrir leikaraskap," skrifaði Emlyn Begley í textalýsingu BBC.

Gary Neville, fyrrum leikmaður Man Utd, lýsti leiknum fyrir Sky Sports og fannst honum þetta engan veginn vera vítaspyrna.

Atvikið má sjá með því að hérna en Martial hefur fengið nokkra gagnrýni fyrir á samfélagsmiðlum.

Sjá einnig:
Klopp fær víti á sjö leikja fresti en Solskjær á þriggja
Athugasemdir
banner
banner
banner