fim 06. janúar 2022 19:52 |
|
Ítalía: Tvö rauđ hjá Roma og Zlatan lagđi upp mark međ bringunni
Milan er áfram í öđru sćti ítölsku deildarinnar eftir 3-1 sigur á Roma á San Síró í kvöld. Gestirnir fengu tvö rauđ spjöld í leiknum og Rui Patricio varđi vítaspyrnu frá Zlatan Ibrahimovic í lokin.
Ţađ voru heimamenn sem voru í öllum boltum í byrjun leiks og ţurfti Rui Patricio ađ verja öflugt skot frá Theo Hernandez strax á fyrstu mínútunum.
Leikmenn Milan kölluđu eftir ţví ađ dómarinn myndi skođa atvikiđ ađeins betur en boltinn fór af handleggnum á Tammy Abraham áđur en Patricio varđi. VAR skođađi atvikiđ og eftir smá umhugsun ákvađ dómarinn ađ dćma víti. Olivier Giroud steig á punktinn og skorađi. Fimmta deildarmark hans á ţessari leiktíđ.
Níu mínútum síđar var Roger Ibanez skúrkurinn í liđi Roma en slćm sending hans til baka varđ til ţess ađ Giroud átti skot í stöng áđur en Junior Messias hirti frákastiđ og skorađi. Ţriđja markiđ hjá ţessum fyrrum sendibílstjóra.
Bćđi liđ skiptust á ađ fá fćri áđur en Tammy Abraham minnkađi muninn. Roma fékk horn sem var skallađ frá. Lorenzo Pellegrini átti skot sem Abraham komst inn í og stýrđi í netiđ.
Dómarinn var spjaldaglađur í leiknum og rak einn úr ţjálfaraliđi Milan upp í stúku undir lok fyrri hálfleiks. Hann hafđi fengiđ ađvörun í leiknum en hlustađi ekki og ţví fór sem fór.
Nicolo Zaniolo kallađi eftir vítaspyrnu í uppbótartímanum eftir ađ hann féll í teignum eftir viđskipti sín viđ Sandro Tonali en ekkert dćmt.
Milan fékk tvö fćri í byrjun síđari hálfleiks til ađ loka leiknum. Fyrst var Rade Krunic í dauđafćri en ákvađ ađ skjóta ekki áđur en Brahim Diaz átti skot í slá.
Mike Maignan, markvörđur Milan, átti ţví nćst tvćr frábćrar vörslur. Tvćr frá Henrikh Mkhitaryan og eina frá Roger Ibanez en inn vildi boltinn ekki. Nóg af fćrum í ţessum leik og Roma ađ vinna sig inn í leikinn en liđiđ varđ fyrir áfalli á 74. mínútu er Karsdorp fékk sitt annađ gula spjald og ţar međ rautt fyrir brot á Hernandez.
Alessandro Florenzi tók aukaspyrnuna en boltinn hafnađi í ţverslá. Á 82. mínútu tryggđi Milan sigurinn. Zlatan Ibrahimovic var búinn ađ vera inni á vellinum í rúmar ţrjár mínútur áđur en hann lagđi boltann fyrir Rafael Leao međ brjóstkassanum og keyrđi Leao í gegn og skorađi laglegt mark.
Zlatan fékk fullkomiđ tćkifćri til ađ skora undir lokin er Gianluca Mancini braut á Leao innan teigs, Mancini fékk sitt annađ gula og rautt en Rui Patricio varđi frá Zlatan. Lokatölur 3-1 fyrir Milan sem er í 2. sćti međ 45 stig en Roma í 7. sćti međ 32 stig.
Sex marka jafntefli hjá Lazio
Lazio gerđi 3-3 jafntefli viđ Empoli. Gestirnir komust tveimur mörkum yfir í leiknum á fyrstu átta mínútunum međ mörkum frá Nedim Bajrami, úr víti, og Szymon Zurkowski tveimur mínútum síđar.
Lazio kom til baka međ marki frá Ciro Immobile á 14. mínútu áđur en Sergej Milinkovic-Savic jafnađi ţegar tćpur hálftími var eftir af leiknum. Federicio Di Francesco kom Empoli aftur yfir á 75. mínútu og fékk Immobile tćkifćri til ađ jafna á 87. mínútu en klúđrađi vítaspyrnu sinni. Mark frá Milinkovic-Savic undir lokin sá til ţess ađ Lazio fengi ađ minnsta kosti stig á heimavelli.
Cagliari lagđi ţá Sampdoria 2-1. Gestirnir lentu undir í leiknum en komu til baka og skoruđu tvö mörk. Leonardo Pavoletti gerđi sigurmarkiđ ţegar tuttugu mínútur voru eftir. Sassuolo og Genoa gerđu 1-1 jafntefli og ţá gerđi GIanluca Caprari bćđi mörk Hellas Verona sem vann Spezia, 2-1.
Úrslit og markaskorarar:
Lazio 3 - 3 Empoli
0-1 Nedim Bajrami ('6 , víti)
0-2 Szymon Zurkowski ('8 )
1-2 Ciro Immobile ('14 )
2-2 Sergej Milinkovic-Savic ('66 )
2-3 Federico Di Francesco ('75 )
2-3 Ciro Immobile ('87 , Misnotađ víti)
3-3 Sergej Milinkovic-Savic ('90 )
Milan 3 - 1 Roma
1-0 Olivier Giroud ('8 , víti)
2-0 Junior Messias ('17 )
2-1 Tammy Abraham ('40 )
3-1 Rafael Leao ('82 )
3-1 Zlatan Ibrahimovic ('90 , Misnotađ víti)
Rautt spjald: ,Rick Karsdorp, Roma ('74)Gianluca Mancini, Roma ('90)
Sampdoria 1 - 2 Cagliari
1-0 Manolo Gabbiadini ('18 )
1-1 Alessandro Deiola ('55 )
1-2 Leonardo Pavoletti ('71 )
Rautt spjald: Antonio Candreva, Sampdoria ('90)
Sassuolo 1 - 1 Genoa
0-1 Mattia Destro ('6 )
1-1 Domenico Berardi ('55 )
Spezia 1 - 2 Verona
0-1 Gianluca Caprari ('59 )
0-2 Gianluca Caprari ('70 )
1-2 Martin Erlic ('85 )
Rautt spjald: Kevin Agudelo, Spezia ('88)
Athugasemdir