
„Knattspyrnudeild KR hefur samið við tvo unga og öfluga leikmenn fyrir komandi leiktíð," þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðunni KR stelpur í dag.
KR vann Lengjudeildina í fyrra og er því mætt aftur upp í efstu deild eftir eins árs fjarveru. Leikmennirnir sem KR hefur samið við eru þær Brynja Sævarsdóttir og Róberta Lilja Ísólfsdóttir. Þær eru báðar fæddar árið 2001 og skrifa undir tveggja ára samning.
KR vann Lengjudeildina í fyrra og er því mætt aftur upp í efstu deild eftir eins árs fjarveru. Leikmennirnir sem KR hefur samið við eru þær Brynja Sævarsdóttir og Róberta Lilja Ísólfsdóttir. Þær eru báðar fæddar árið 2001 og skrifa undir tveggja ára samning.
Brynja kemur til KR frá Breiðabliki þar sem hún er uppalin. Hún hefur spilað 82 KSÍ leiki í meistaraflokki Augnabliks og skorað í þeim tíu mörk.
Róberta Lilja kemur til KR frá ÍA þar sem hún er uppalin. Hún hefur leikið 52 KSÍ leiki með meistaraflokki ÍA og skorað eitt mark.
„Þær hafa báðar verið að æfa með KR í vetur og staðið sig gríðarlega vel á æfingum og fallið mjög vel
inn í hópinn," segir í tilkynningu KR.
Athugasemdir