Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 06. janúar 2022 11:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sigrún Eva í Aftureldingu (Staðfest)
Mynd: Afturelding
Afturelding tilkynnti í gær um að liðið hefði fengið liðsstyrk fyrir komandi átök í efstu deild kvenna í sumar.

Sigrún Eva Sigurðardóttir er gengin í raðir félagsins og semur til tveggja ára. Hún er fædd árið 2002 og kemur frá uppeldisfélagi sínu, ÍA.

Tilkynning Aftureldingar:
Þrátt fyrir ungan aldur hefur Sigrún leikið 101 leik fyrir meistaraflokk ÍA í deild og bikar og skorað í þeim átta mörk, þá á Sigrún fjóra leiki fyrir yngri landslið Íslands auk úrtaksæfinga.

„Ég er ánægð og spennt fyrir komandi tímum í nýju liði þar sem bæði leikmenn og þjálfarar hafa heillað mig mikið. Ég er tilbúin að takast á við nýjar áskoranir og taka þátt í þeirri spennandi vegferð sem félagið er á,” sagði Sigrún Eva við undirskrift.

„Sigrún hefur staðið sig virkilega vel með okkur í vetur og við í þjálfarateyminu gríðarlega ánægð með að tryggja okkur þjónustu Sigrúnar fyrir komandi tímabil. Með Sigrúnu erum við að fá hörku leikmann sem var í sterku u16 ára landsliði Íslands á Norðurlandamótinu 2018 þar sem liðið sigraði t.a.m stórlið Þýskalands. Þá hefur hún náð 100 leikja múrnum upp á skaga svo það er mikil reynsla í svona ungum og efnilegum leikmanni sem verður gaman að fá að þróa á næstu stigum á ferli hennar í Mosfellsbænum,“ segir Alexander Aron einn af þjálfurum Aftureldingar.
Athugasemdir
banner
banner
banner