Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 06. janúar 2023 21:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Enski bikarinn: Var þetta síðasti leikur Lampard? - Man Utd áfram
Mynd: Getty Images

Manchester Utd 3 - 1 Everton
1-0 Antony ('4 )
1-1 Conor Coady ('14 )
2-1 Conor Coady ('52 , sjálfsmark)
3-1 Marcus Rashford ('90 , víti)


Manchester United er komið áfram í Enska bikarnum eftir 2-1 sigur á Everton á Old Trafford í kvöld.

United náði forystunni strax á fjórðu mínútu þegar Antony stýrði boltanum í netið eftir skot frá Anthony Martial.

Leikmenn Everton brugðust vel við því og stuttu síðar skoraði Conor Coady eftir skelfileg mistök David de Gea í marki United.

Neal Maupay átti sendingu eða skot sem De Gea missti ansi klaufalega í gegnum klofið á sér og eftirleikurinn auðveldur fyrir Coady sem stóð í markteignum.

Í upphafi síðari hálfleiks varð Everton fyrir áfalli eftir að Alex Iwobi þurfti að fara meiddur af velli en hann var sárþjáður eftir tæklingu frá Tyrell Malacia.

Dominic Calvert-Lewin byrjaði á bekknum hjá Everton en hann kom inn á fyrir Maupay og setti boltann í netið eftir sendingu frá Demarai Gray en markið dæmt af þar sem sá síðarnefndi var rangstæður.

Sex mínútum var bætt við venjulegan leiktíma og á síðustu mínútu uppbótartímans fékk United vítaspyrnu þegar Ben Godfrey braut á Alejandro Garnacho. Marcus Rashford steig á punktinn og skoraði að miklu öryggi og gulltryggði United sæti í næstu umferð.


Athugasemdir
banner
banner
banner