PSG og Barcelona vilja Duran - Bayern vill Gyökeres - Juve vill Zirkzee og til í að láta Man Utd fá Vlahovic
   mán 06. janúar 2025 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Samningi James Rodriguez rift (Staðfest)
James Rodriguez.
James Rodriguez.
Mynd: Getty Images
James Rodriguez er búinn að rifta samningi sínum við spænska félagið Rayo Vallecano.

Það var ítalski íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano sem greindi frá því fyrst í morgun að viðræður væru í gangi á milli James og félagsins.

Hinn 33 ára gamli James gekk í raðir Rayo fyrir tímabilið sem er núna í gangi. Hann gerði eins árs samning við spænska félagið.

Hann lék afskaplega vel fyrir kólumbíska landsliðið á Copa America síðastliðið sumar en liðið tapaði í framlengdum úrslitaleik gegn Argentínu.

Eftir það fékk hann samning hjá Rayo en tími hans þar fór ekki eins og hann vildi. James kom bara við sögu í sjö leikjum á yfirstandandi leiktíð og nú má hann finna sér nýtt félag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner