Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   lau 06. febrúar 2021 21:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skoraði þrennu á innan við þremur mínútum
Kvenaboltinn
Það gerðust ótrúlegir hlutir í úrvalsdeild kvenna á Spáni í dag þegar Real Madrid og Valencia áttust við.

Sænska fótboltakonan Kosovare Asllani skoraði þrennu fyrir Real Madrid í seinni hálfleiknum. Hún var ekki lengi að skora mörkin þrjú, það tók hana 155 sekúndur.

Kvennalið Real Madrid varð til í núverandi mynd í fyrra og hefur Asllani heldur betur skráð sig í sögubækur félagsins.

Hún varð fyrsti leikmaðurinn sem gekk í raðir félagsins eftir að það varð hluti af Real Madrid, hún varð fyrsti leikmaðurinn til að skora mark fyrir kvennalið Real Madrid, sú fyrsta til að skora tvö mörk í einum leik fyrir liðið og í dag sú fyrsta til að skora þrjú mörk í einum leik fyrir stórveldið.

Hér fyrir neðan má sjá magnaða þrennu hennar í dag.

Kosovare Asllani 155-second hat-trick (Real Madrid Femenino 3 - 1 Valencia Femenino) from r/soccer



Athugasemdir
banner