Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 06. mars 2021 21:01
Victor Pálsson
Arteta: Einhver þarf að útskýra fyrir mér hvað vítaspyrna er í þessari deild
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var vægast sagt ósáttur í dag eftir leik Arsenal og Burnley í ensku deildinni.

Arsenal vildi fá vítaspyrnu í seinni hálfleik er boltinn for í hendina á Eric Pieters innan teigs sem barðist við Nicolas Pepe um boltann.

VAR dæmdi fyrst vítaspyrnu en eftir að hafa skoðað atvikið nánar þá var sá dómur tekinn til baka.

Margir hafa lýst yfir reiði á samskiptamiðlum og var Arteta alveg á sama máli er hann ræddi við blaðamenn.

„Algjörlega. Að mínu mati er þetta augljóst. Það er ekki hægt að rökræða það," sagði Arteta um hvort þetta hafi verið víti eða ekki.

„Ef þetta er ekki víti þá þarf einhver að útskýra fyrir mér hvað vítaspyrna er í þessari deild."

Atvikið má sjá hér
Athugasemdir
banner
banner
banner