Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 06. mars 2021 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Jón Gísli í Létti (Staðfest)
Jón Gísli Ström mun spila með Létti í sumar
Jón Gísli Ström mun spila með Létti í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Léttir í 4. deildinni hefur fengið gríðarlegan styrk fyrir sumarið en Jón Gísli Ström er kominn til félagsins frá Fjölni.

Jón Gísli er 28 ára gamall sóknarmaður en hann er uppalinn í ÍR og gerði frábæra hluti með liðinu áður en hann fór í ÍBV árið 2013 og spilaði með liðinu í Pepsi-deildinni.

Hann spilaði aðeins þrjá leiki fyrir ÍBV áður en hann fór aftur í ÍR og lék með uppeldisfélaginu næstu sex tímabil þar sem hann hjálpaði liðinu að komast upp í næst efstu deild.

Jón Gísli samdi við Fjölni fyrir tveimur árum og fór með liðinu beint upp í efstu deild.

Hann skoraði 2 mörk í 11 leikjum í Pepsi Max-deildinni á síðasta tímabili en hefur nú ákveðið að fara í 4. deildinni og spila með Létti í sumar.

Léttir hafnaði í 4. sæti í A-riðli á síðasta tímabili en stefnan er sett hærra fyrir komandi leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner