Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 06. apríl 2020 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Denise Coates styrkti spítala með 10 milljón pundum
Mynd: Getty Images
Denise Coates, meðlimur Coates fjölskyldunnar sem á knattspyrnufélagið Stoke City, hefur vakið mikla athygli með afar rausnarlegri peningagjöf sinni til Royal Stoke & County spítalans.

Denise styrkti spítalann með tíu milljón pundum. Peningurinn kemur úr góðgerðarsamtökum hennar, Denise Coates Foundation.

Coates fjölskyldan er í hávegum höfð í Stoke þó ekki sé búið að ganga vel hjá liðinu síðustu misseri. Stoke er í harðri fallbaráttu í Championship deildinni þessa dagana.

Stuðningsmenn Stoke halda mikið uppá Coates fjölskylduna þrátt fyrir að liðið sé í fallbaráttu Championship deildarinnar þessa dagana.

Denise hefur sjálf ekki mikinn áhuga á fótbolta en bróðir hennar og faðir sjá alfarið um rekstur Stoke.

Tíu milljónir punda samsvara rúmlega 1,7 milljarði króna.
Athugasemdir
banner
banner
banner