Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   þri 06. apríl 2021 06:00
Victor Pálsson
Hazard ekki með gegn Liverpool
Eden Hazard, leikmaður Real Madrid, mun ekki snúa aftur í liðið gegn Liverpool í Meistaradeildinni í kvöld.

Þetta var staðfest í gær en Hazard var ekki valinn í leikmannahóp Real fyrir leikinn í 8-liða úrslitum.

Hazard hefur verið meiddur síðan um miðjan mars en talið var að hann gæti snúið aftur fyrir þessa viðureign.

Zinedine Zidane, stjóri Real, sagði um helgina að Hazard væri á góðum batavegi en hann hefur þó ekki æft af fullum krafti síðustu daga.

Þessi þrítugi leikmaður mun því ekki leika með Real en fyrri leikurinn fer fram á æfingavelli liðsins á Spáni.
Athugasemdir
banner